Arnar Gauti Markússon

Í 2.sæti L-lista óháðra er Arnar Gauti Markússon, leiðsögumaður og einn eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard á Hvolsvelli.
“Ég er giftur Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur og við eigum tvo stráka á leikskólaaldri og búum á Litlalandi í Fljótshlíð.
Ég hef starfað sem leiðsögumaður síðan 2010 en þar á undan lærði ég rafvirkjun, ferðamálafræði og viðskiptafræði.
Mitt helsta áhugamál er útivist og að njóta náttúrunnar og ég tel að náttúran sé okkar mikilvægasta auðlind sem þarf að tryggja að sé skilað í frábæru ásigkomulagi til komandi kynslóða.
Mín helstu áherslumál í komandi sveitarstjórnarkosningum eru: nýr leikskóli við grunnskóla, umferðaröryggi og ekki sýst fyrir fótgangandi og hjólreiðafólk, efla/hagræða sorphirðu, að íbúum og fyrirtækjum sé tryggt nægt ferskt vatn og að fráveitumál séu til fyrirmyndar í sveitafélaginu.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *