Þuríður Ólafsdóttir

“Ég er fædd og uppalin á bænum Þorvaldseyri undir Austur-Eyjafjöllum og er gift Atla Engilbert Óskarssyni frá Álftarhóli í Austur-Landeyjum. Við eigum 3 börn, tvo syni 17 og 19 ára og 11 ára gamla dóttur. Við bjuggum og störfuðum undir Eyjafjöllum, aðallega við landbúnaðarstörf, til ársins 2010 en fluttum þá til Hvolsvallar. Ég útskrifaðist með B.Ed. próf í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 og M.Ed. próf í grunnskólakennslu frá Háskóla Íslands árið 2014. Ég hef starfað á báðum skólastigum en síðustu ár hef ég unnið við rekstur ferðaþjónustu. Ég hef mikinn áhuga á menntun barna og unglinga og tel að bygging nýs leikskóla á Hvolsvelli geti ekki beðið lengur. Mér finnst áríðandi að ganga vel um náttúruna og umhverfið og skilja þannig við það að næsta kynslóð fái notið þess líka. Rangárþing eystra hefur upp á margt að bjóða í afþreyingu og fjölmargir gestir heimsækja náttúruperlurnar okkar á hverju ári. Ég tel mikilvægt að stuðla að verndun þessara staða og að bæta aðgengi og umgengni við þá, svo upplifunin verði sem ánægjulegust fyrir bæði íbúa og gesti. “

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *