Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur og bóndi

Í 3.sæti L-lista óháðra er Anna Runólfsdóttir.
“Ég er fædd og uppalin á bænum Fljótsdal í Fljótshlíð en bjó í Reykjavík og Edinborg í námi og starfi um nokkurra ára skeið. Ég er gift Þorkatli Daníel Eiríkssyni og eigum við tvö börn. Við fluttum heim í Fljótshlíðina árið 2012 og rekum þar fjárbú en ég vinn einnig sem deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Ég er umferðar- og skipulagsverkfræðingur og hef áhuga á að nýta mér þá þekkingu til umbóta í sveitarfélaginu. Bæta þarf við aðalskipulag ákvæðum vegna bygginga stórra hótela og finna farveg fyrir vindorkunýtingu. Umferðaröryggi er víða skert vegna mikillar aukningar ferðamanna og á Hvolsvelli þarf að bæta gatnakerfið, bæði við hringveginn og inn í þorpinu.”