Guðgeir Óskar Ómarsson, leiðbeinandi á leikskólanum Örk

Ég heiti Guðgeir Óskar Ómarsson og er fæddur og uppalin Hvolhreppingur. Ég hef starfað sem flokkstjóri í unglingavinnu, stuðningsfulltrúi í Hvolsskóla, aðhlynningu á Kirkjuhvoli og nú sem leiðbeinandi á leikskólanum Örk. Frá því að ég var í grunnskóla hef ég alltaf haft miklar og sterkar skoðanir á hlutunum. Hvað þarf að gera og hvernig er hægt að gera betur. Mikilvægustu málinn að mínu mati eru leikskóla mál og leiguhúsnæðismál.

Síðustu ár hafa börninn á svæðinu verið í síðasta sæti og lítur út fyrir að fólk sé tilbúið til þess að bjóða þeim hvað sem er og því þyrfti að byggja nýjan 6 deilda leikskóla með möguleika á stækkun til þess að mæta þörfum barna og foreldra enda stækkar svæðið hratt.

Leiguhúsnæði á Hvolsvelli er af skornum skammti og því erfitt fyrir ungt fólk að flytja aftur heim á æskuslóðir eftir nám eða annað. Það eiga ekki allir kost á því að kaupa sér hús og ef fólk á að geta flutt aftur heim þá þarf að þetta að vera möguleiki. Ég myndi vilja stefna á það að sveitarfélagið gæti leigt út hús sem að fólk gæti svo eftir 2-3 ár keypt af sveitarfélaginu.