Guðmundur Ólafsson, lífrænn bóndi

Í 4.sæti L-lista óháðra er Guðmundur Ólafsson.
“Ég er fæddur árið 1959 og uppalinn á Hvanneyri í Borgarfirði. Búfræðingur frá Hvanneyri og Vélfræðingur. Hef unnið í gegnum tíðina við mitt fag sem vélvirki auk 7 ára við búskap í Eyjafirði. Eiginkona mín heitir Guðný Halla Gunnlaugsdóttir og er fædd og uppalin í Eyjafirði. Við eigum 4 börn.
Fluttist að Búlandi í Austur Landeyjum 1996 og hef búið þar síðan. Hef verið viðloðandi sveitarstjórnarmál frá árinu 2010 og var í sveitarstjórn kjörtímabilinu 2010-2014 og varamaður frá 2014 auk ýmissa nefndarstarfa fyrir sveitarfélagið. Mín helstu áhugamál sem tengjast sveitarfélaginu eru umhverfismál og skipulagsmál m.t.t. umferðaröryggis, landnotkunar, ferðaþjónustu og mögulegrar orkuvinnslu. Sérstakur áhugamaður um ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins en í því máli hefur núverandi meirihluti haldi afar óhönduglega á málum.”