Magnús Benónýsson, öryrki

í 10.sæti L-lista óháðra er Magnús Benónýsson.
“Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði en bjó stærstan partinn af fullorðinsævinni í Vestmannaeyjum. Þar starfaði ég við öll almenn verkamannastörf en undanfarin ár hjá HS veitum og sem skósmiður. Fjölskyldan flutti á Hvolsvöll fyrir 3 árum. Ég er kvæntur Elísu Elíasdóttur forstöðumanni Héraðsbókasafns Rangæinga, saman eigum við 4 börn og 1 barnabarn. Ég er öryrki eftir slys og veikindi.
Ég hef áhuga á umhverfismálum, skipulagsmálum, ferðaþjónustumálum og almennt að gera Rangárþing Eystra að betra sveitafélagi.”