Sigurmundur Páll Jónsson, verkefnastjóri

Fæddur 1975 og uppalinn á Selfossi. Ég er í sambúð með Sigrúnu Bjarnadóttur dýralækni og eigum við 2 börn, 3 og 5 ára. Við erum búsett undir Vestur-Eyjafjöllum. Ég er menntaður Teknisk Designer og hef að mestu starfað við tölvurekstur í gegnum tíðina. Ég hef einnig verið iðinn í tónlist og lærði klassískan saxófónleik í Tónlistarskóla Árnesinga, Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Danmörku.

Nú starfa ég sem verkefnastjóri hjá TRS á Selfossi en var áður deildarstjóri hjá Advania.

Ég hef áhuga á mennta og menningarmálum ásamt rekstrarmálum sveitarfélagsins. Ég tel að sveitarfélagið sem við búum í búi yfir gríðarlegum tækifærum sem að mörgu leiti eru vannýtt.

Skólastarf er til fyrirmyndar í sveitarfélaginu en húsnæðis og skipulagsmál tengt skólamálum þarfnast úrbóta. Einnig tel ég að leita þurfi leiða til að fjölga ódýrara húsnæði á Hvolsvelli til að auka vaxtamöguleika í fyrirtækjarekstri.