Tómas Birgir Magnússon, leiðsögumaður

Í 8.sæti L-lista óháðra er Tómas Birgir Magnússon.
“Fæddur árið 1974 og uppalinn í Skógum undir Eyjafjöllum, þaðan lá leiðin á Selfoss í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Gerðist því næst kennari við Skógaskóla hélt svo á Laugarvatn, þar sem ég lærði til íþróttakennara. Dvaldi í Reykjavík í nokkur ár við Íþróttakennslu og þjálfun.
Flutti því næst aftur undir Fjöllin en hef búið á Hvolsvelli undanfarin þrjú ár eða svo.
Starfaði í mörg ár við íþróttakennslu og þjálfun, þaðan lá leiðinni í ferðaþjónustu en ég hef undanfarin sjö ár verið einn af eigendum Arcanum Jöklaferða og hef starfað þar sem leiðsögumaður og tekið þátt í rekstri fyrirtækisins.
Er giftur Valborgu Jónsdóttur, leikskólakennara og saman eigum við þrjú börn á aldrinum 13 til 18 ára.
Hef áhuga á útivist, íþróttum, ferðaþjónustu og fólki.
Ég held að skipulagsmál, húsnæðismál og atvinnumál séu mikilvægir þættir í meiri uppbyggingu í sveitarfélaginu, þar væri gott að bæta aðeins í og gera enn betur. Skólamál, íþrótta og tómstundastarf, lýðheilsa og umhverfismál eru líka mál sem brýnt er að hafa í lagi til að skapa gott samfélag.”